Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu. Athugasemdir þeirra birtast strax og ekki þarf að staðfesta uppgefið netfang.

Gestir:

Sigurbjörn Guðmundsson

Hver á snjóinn?

Fiskveiðistjórnunarfrumvarp strandar á þeirri spurningu að sögn hver eigi fiskinn í sjónum. Spurningin er ekki ný af nálinni. Stjórnlagaráð reyndi að ákveða svarið í eitt skipti fyrir öll í tillögum sínum að „nýrri“ stjórnarskrá. Ekki voru allir sáttir við orðalagið þar. Við þurfum nefnilega að svara mörgum spurningum áður en við svörum spurningunni um eignarhald á fiskinum. Hvað er auðlind í náttúru Íslands? Í þessari spurningu felast fleiri en ein spurning. Hvað felst í því að eiga náttúruauðlind? Hér er einnig fleira en eitt álitamál. Hver á snjóinn sem fellur á hálendi Íslands? Þessari spurningu þurfum við ekki að svara til að komast að niðurstöðu um fiskinn. Spurningin getur þó verið okkur ágætt æfingarefni að leita svars við spurningunni um fiskinn. Er umræddur snjór auðlind? Já að meðtalinni rigningunni sem fellur á sama svæði. Þegar snjórinn bráðnar og rennur til sjávar ásamt regnvatninu losnar orka úr læðingi sem breyta má í raforku og rafmagnið er þörf auðlind. Hver á þá snjóinn? Er hann eign þjóðarinnar eða er hann í einkaeign? Fljótt á litið virðist hann hljóta að vera í eign þjóðarinnar, að minnsta kosti að því marki sem hann fellur í óbyggðum. Og þó. Nýlega fengu bændur sem eiga land að Jökulsá á Dal greiðslu fyrir sinn eignarhlut í snjónum sem nýtist Landsvirkjun til raforkuframleiðslu í Fljótsdalsvirkjun, öðru nafni Kárahnjúkavirkjun. Þetta gæti leitt til enn einnar spurningar. Hvað felst í því að eiga náttúruauðlind? Í dæminu um snjóinn er eignarrétturinn fyrst og fremst, kannski einvörðungu, rétturinn til að nýta auðlindina. Hver er þá munurinn á því að eiga auðlind og hafa rétt til nýtingar hennar? Hver er til dæmis munurinn á því að eiga jörð og því að eiga fiskveiðikvóta? Er ekki hvort tveggja spurning um rétt til nýtingar viðkomandi auðlindar? Spyr sá sem ekki veit. Í raun hef ég engu svarað um eignarrétt á fiskinum í sjónum. Svar við þeirri spurningu hlýtur að eiga heima í löggjöf sem tekur tillit til eignarréttar eða öðru nafni nýtingarréttar í mun víðtækari merkingu en svo að það eigi heima í lögum um fiskveiðstjórnun.

Sigurbjörn Guðmundsson, sun. 8. feb. 2015

Um bloggið

Sigurbjörn Guðmundsson

Höfundur

Sigurbjörn Guðmundsson
Sigurbjörn Guðmundsson
Verkfræðingur, ellilífeyrisþegi, áhugamaður um þjóðfélagsumræðu
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband