Þingsetningarræða forseta

Þingsetningarræða forseta nú í vikunni var eftirtektarverð fyrir fleira en eitt. Hér verður aðeins staldrað við þau ummæli að endurskoða þurfi lög um forsetaembættið í ljósi umræðna undanfarna daga. Hugsanlega legg ég dýpri merkingu í þau ummæli en forsetinn sjálfur en á slíku verð ég sjálfur að bera ábyrgð.

Ég hef um nokkra hríð verið þeirrar skoðunar að endurskoða þurfi ákvæði stjórnarskrárinnar um forsetann frá grunni. Þar á ég við greinar 3-30 í stjórnarskránni. Góð vinnuregla fyrir Alþingi væri að taka þesaar 28 greinar og gera þær að sérstökum lögum utan stjórnarskrárinnar og vinna með þær þar. Þetta er í anda þess sem gildir um ríkisstjórnina sem starfar eftir sérstökum lögum utan stjórnarskrár. Að vísu tvinnast þetta nokkuð saman í áður nefndum greinum stjórnarskrárinna. En stór hluti þessara greina, það er greinar 13-30, eru arfleifð frá konungsríkinu Íslandi sem er ekki lengur til og þurfa því að breytast í þá átt sem við viljum láta gilda í lýðveldinu Íslandi. Lokagrein ætti að vera að lögin taki gildi eftir næstu Alþingiskosningar að því tilskildu að þau verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fari fram samhliða þeim kosningum og um leið falli niður greinar 3-30.

Samhliða þessu þarf að leita uppi öll ákvæði í núgildandi lögum sem eru arfleifð frá konungsríkinu Íslandi en eiga ekki lengur heima í lýðveldinu Íslandi og gera á þeim viðeigandi breytingar. Þetta á meðal annars við um ákvæðin um uppreisn æru sem ég tel að hafi verið efst í huga forsetans.

Að sjálfsögðu þarf að fara fram almenn umræða í þessu ferli um hvaða hlutverki forsetinn á að gegna í okkar þjóðfélagi. Ég læt umsögn í þeim efnum bíða betri tíma.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurbjörn Guðmundsson

Höfundur

Sigurbjörn Guðmundsson
Sigurbjörn Guðmundsson
Verkfræðingur, ellilífeyrisþegi, áhugamaður um þjóðfélagsumræðu
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband