Valdhroki í boði stjórnarskrá

Í aðdraganda nýafstaðinna forsetakosninga kom vel í ljós hversu lítið stjórnarskrá landsins segir um valdsvið forsetans. Flestir voru frambjóðendurnir með einhver pólitísk markmið eins og þeir væru að fara í prófkjör vegna Alþingiskosninga. Frambjóðendurnir voru einnig mismunsndi í framgöngu. Sumir virtust auðmjúkir, jafnvel auðmjúkir fram úr hófi sumir hverjir. Einn úr hópi hinna auðmjúku náði kjöri og var það vel. Einnig bar á valdhroka meðal frambjóðenda, jafnvel enn meiri valdhroka en mátti finna hjá núverandi forseta á löngum ferli hans. Segja má að þessi valdhroki sé í boði stjórnarskrár vegna óljóss og stundum misvísandi ákvæða um valdsvið forseta. Í þessu ljósi má telja það með ólíkindum, jafnvel til háðungar starfandi stjórnarskrárnefnd, að hún skuli hafa sett sér sem meginreglu að ræða ekki um embætti forsetans í störfum sínum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurbjörn Guðmundsson

Höfundur

Sigurbjörn Guðmundsson
Sigurbjörn Guðmundsson
Verkfræðingur, ellilífeyrisþegi, áhugamaður um þjóðfélagsumræðu
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband