16.9.2015 | 12:13
Er flóttafólk nýtt vandamál?
Vandi flóttamanna er mál fréttanna í dag. Umræðan er mjög einsleit. Það þarf að hjálpa sem flestum. En kannski getur sagan kennt okkur að ástæður til flótta geta verið margar.
Flótti frá Íslandi á seinni helmingi nítjándu aldar og í upphafi þeirrar tuttugustu var af ýmsum ástæðum. Slæmt veðurfar, fátækt, gróðahyggja og gylliboð að vestan hafa eflaust skipt máli.
Ísland byggðist vegna þess að ýmsir í Noregi komust í óþokka hjá ríkjandi konungi og flýðu því land. En ástæðurnar voru fleiri.
Evrópa hefur oftsinnis orðið fyrir ásókn úr ýmsum áttum gegnum aldirnar. Nefnum Germana, Langbarða og Maggyara úr austri, heilu þjóðflokkana sem voru bara að leita að betra landi til að búa í. Þá voru fyrri íbúar bara hraktir á brott. Sama gilti að einhverju leyti þegar Márar hertóku Suður-Spán og Portúgal.
Er ekki ráð að staldra við og íhuga hvort ástæður núverandi flóttamannavanda séu ekki eins einsleitar og látið er í veðri vaka. Flóttamaður kann að vera á flótta undan ofríki eða öðru ámóta í fyrri heimkynnum, Hann getur eins verið að leita betri lífsgæða en hann hefur búið við fram til þessa. Hann getur líka verið að kanna hvort henn geti ekki komist til meiri metorða eða valda annars staðar en heima fyrir. Kannski eru einhverjir að flýja frá eigin ódæðisverkum heima fyrir.
Við móttöku flóttamanna þarf að huga að mörgu. Vonandi gera ráðamenn Íslands sér grein fyrir því og láta ekki undan múgæsingu þeirri sem birtist nú í fjölmiðlum.
Um bloggið
Sigurbjörn Guðmundsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.