9.9.2015 | 21:31
Um stjórnarskrá
Umræða um stjórnarskrá hefur tekið nokkurn fjörkipp um þessar mundir.
Forsetinn eyddi talsverðum tíma í það mál í þingsetningarræðu sinni. Hann sagði þó lítið ef nokkuð um efnislegt innihald slíks plaggs.
Þáverandi leiðtogi (e: captain) Skjalaþjófa (e: pirates) Birgitta Jónsdóttir vill að næsta kjörtímabil Alþingis verði stutt og fjalli nær einvörðungu um tvö mál. Annað þessara mála væri ný stjórnarskrá. Engin eiginleg umræða um hvert eigi að vera efnislegt innihald nýrrar stjórnarskrár fylgdi né mat á því í hverju núverandi stjórnarskrá er áfátt.
Árni Páll Árnason segir að vöntun á ákvæði um þjóðareign sjávarauðlinda í stjórnarskrá standi í vegi fyrir setningu laga um stjórnun firskveiða. Ég skora á Árna að birta skilgreiningu á orðinu þjóðareign án þess að nota orðin auðlind, sjávarútvegur eða landhelgi. Fleiri mættu spreyta sig á þessu verkefni.
Stjórnarskrárnefnd ætlar fljótlega að skila til Alþingis tillögum til breytingar á stjórnarskránni. Hér mun fyrst og fremst vera um að ræða viðauka við stjórnarskrána, til dæmis áðurnefnt þjóðareignarákvæði og ákvæði um hverjir megi krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um lagasetningu frá Alþingi. Í tengslum við fyrri viðaukann má spyrja: Hver á landið sem íslenska þjóðin byggir? Er það í þjóðareign, eða er það ekki í þjóareign? Ekkert segir um þetta í stjórnarskránni. Hér er ef til vill um svo sjálfsagðan hlut að ræða að ekki þurfi um það að ræða. En gildir þá ekki sama um sjóinn innan landhelgislínu Íslands? Spyr sá sem ekki veit.
Í tengslum við síðarnefnda viðaukann má spyrja: Hvers konar löggjöf er svo þýðingarmikil fyrir allan almenning að hún réttlæti þjóðratkvæðagreiðslu? Lítil sem engi umræða hefur farið fram á opinberum vettvangi um þetta atriði. Gott væri að byrja á því að fastsetja að slík mál þurfi atkvæði 2/3 allra alþingismann til samþykkta á þinginu og síðan meirihluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, þó ekki minna atkvæðamagn en 40% kosningarbæra manna, til að verða að lögum. Byrja má með því að gera bráðabyrgðaákvæðið um skilyrði breytinga á stjórnarskránni að varanlegu ákvæði. Greiða má atkvæði um slíka breytingu samhliða næstu forsetakosningum.
Byrja má strax á opinberri umræðu um stjórnarskrána og þá í upphafi hverju þarf að breyta, hvað eru úrelt ákvæði og hæfa ekki því stjórnarfari sem íslenska þjóðin hefur valið sér og hverra ákvæða er þörf til viðbótar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurbjörn Guðmundsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er vond lykt af því, hve mikið virðist liggja á með þessar breytingar. A ekki að gefa neinn tíma til kynna þetta fyrir almenningi?
Halldór Egill Guðnason, 9.9.2015 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.