Færsluflokkur: Sveitarstjórnarkosningar

Stjórnarskráin, samningur milli forseta og Alþingis?

Viðtal við prófessor Ragnhildi Helgadóttur um stjórnarskrána birtist í nýjasta Timariti Háskólans í Reykjavík. Ýmsan fróðleik er þar að finna, meðal annars þá skoðun að of margt í stjórnkerfi landsins styðjist við óskráðar hefðir. En þar kemur líka í ljós að mínu mati að prófessorinn á við sama vanda að glíma og alþingismenn og fleiri þegar ræða skal um stjórnarskrána og breytingar á henni almennt. Það eru of mörg álitamál til að unnt sé að gera þeim öllum skil nema í mjög löngu máli. Þetta er eflaust ástæðan til þess að engin heildarendurskoðun hefur enn náð fram að ganga.

Ragnhildur segir að ýmislegt jákvætt hafi komið fram í tillögum stjórnlagaráðs, nefnir þó engin dæmi. Hún lætur hjá líða að segja að sitt hvað neikvætt hafi líka komið þar fram. Hugsanlega er hún þeirrar skoðunar að þar hafi ekkert verið neikvætt. Mitt mat er að umræða um sitthvað neikvætt við núverandi stjórnarskrá sé nauðsynleg forsenda þess að af jákvæðri endurskoðun verði. Í slíkri umræðu þarf að taka tillit til þess að stjórnarskráin kemur fleirum við en alþingismönnum og lögfræðingum auk ýmissa sérvitringa. Almennigur þarf að vera með í umræðunni. Ég nefni hér eitt atriði.

Íslendingar fengu fyrstu stjórnarskrá sína 1874. Hún var ákveðin einhliða af Kristjáni IX Danakóngi sem samningur milli hans fyrir hönd danskra stjórnvalda og Alþingis um valdmörk og skiptingu verka milli konungs og Alþingis. Að breyttu breytanda er gildandi stjórnarskrá samningur milli forseta Íslands fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og Alþingis um valdmörk og skiptingu verka milli þessara aðila ákveðinn einhliða af Alþingi. Forseti hefur enga aðkomu að þessum samningi. Nokkur ákvæði um réttindi og skyldur almennings fylgja með í kaupbæti í báðum tilvikum. Íslendingar samþykktu þennan samning fyrir sitt leyti árið 1944, margir hverjir án efa án þess að gera sér fulla gein fyrir innihaldinu. Það var jú nauðsynlegt að hafa stjórnarskrá ef stofna átti lýðveldi og losna undan yfirráðum Dana,

Stjórnlagaráð gerði ráð fyrir óbreyttu ástandi að þessu leyti, en gerði um leið valdsvið forsetans enn óljósara en áður.

Er ekki kominn tími til að hugsa með lýðræðislegri og nútímalegri hætti um þessi mál? Hvernig væri að byrja á embætti forsetans? Á hann að vera valdalaus toppfígúra með lítt skilgreint valdsvið, svona álíka og gildir um konunga í Norður-Evrópu?  Á að sameina embætti forseta og forsætisráðherra og gera embætið að pólutísku embætti samanber Frakkland og Bandaríkin? Eða á forseti Alþingis að bæta við sig samskiptum við erlenda þjóðhöfðingja? Sjálfur er ég hallur undir pólitískan forseta.


Um bloggið

Sigurbjörn Guðmundsson

Höfundur

Sigurbjörn Guðmundsson
Sigurbjörn Guðmundsson
Verkfræðingur, ellilífeyrisþegi, áhugamaður um þjóðfélagsumræðu
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband