Höfnum minnihlutalýðræði

Stjórnarskrárnefnd er með í farvatninu tillögu um að innleiða minnihlutalýðræði í stjórnarskrá Íslands, það er að 15% kosningabærra manna geti tekið völdin af Alþingi og látið fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög sem Alþingi hefur samþykkt. Þetta hugnast mér ekki. Ég hefði talið eðlilegra að stjórnarskrárnefnd hefði hugað að öðrum leiðum til að koma valdi til þjóðarinnar. Í því sambandi væri við hæfi að ákvæði um stundarsakir í stjórnarskránni sem kom inn árið 2013 verði framlengt til lífstíðar, það er verði sett inn í stjórnarskrána í stða núverandi tveggja þinga ákvæðis um samþykki breytinga. Þar með væri kominn áfangi að því að færa vald til þjoðarinnar eins og stefnt var að með ákvæði í stjórnarskránni 1942. Síðan mætti bæta við að sömu aðferð, það er þjóðaratkvæðagreiðslu, skuli viðhöfð um lög eða ályktinar frá Alþingi sem koma til með að hafa áhrif á fullveldi Íslands.

En fyrsti áfanginn er að fella í þjóðaratkvæðagreiðslu tillöguna um að innleiða minnihlutalýðræði í stjórnarskrána.

Næsti áfangi ætti síðan að vera að endurskoða ýmis ákvæði í gildandi stjórnarskrá sem ekki falla að núgildandi stjórnkerfi. Þar má nefna aðra greinina um þrískiptingu valdsins, færa hana að nútímanum, og greinar 13-30 sem í raun fjalla fyrst og fremst um valdsvið ríkisstjórnar og ráðherra en ekki um valdsvið forsetans. Í stjórnarskránni 1942, þegar búið var að ákveða að stofna lýðveldi á Íslandi, var ákvæði um að breyta sem minnstu frá þágildandi stjórnarskrá yfir í nýja stjórnarskra lýðveldisisns öðrun en því sem nauðsynlegt væri vegna lýðveldisins, það er að setja forseti í stað konungur og svo framvegis. Þó var eitt ákvæði sem féll niður, það að konungur hefði æðsta vald í öllum málum þjóðarinnar. Í staðinn var ákveðið í stjórnarskránni 1942 að æðsta valdið flyttist til þjóðarinnar. Þetta síðasttalda gleymdist þó að taka fram í lýðveldisstjórnarskránni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurbjörn Guðmundsson

Höfundur

Sigurbjörn Guðmundsson
Sigurbjörn Guðmundsson
Verkfræðingur, ellilífeyrisþegi, áhugamaður um þjóðfélagsumræðu
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband